ÞJÓÐ SEM KANN EKKI AÐ HRÆÐAST

Skrítið með okkur íslendinga hvað við þurfum alltaf að vera mestir í öllu og skiptir þá engu hve vitlaust það er. Eftir að við sögðum Írac stríð á hendur erum við taldir með hugrökkustu þjóðum veraldar, eða þeim heimskustu. Ég hef aldrei fengið á hreint hvort heldur er. Stríðið sem um ræðir er öðruvisi en önnur fyrir þau undur að mestu herveldi veraldar unnu það á fáum dögumu og töpuðu því svo meðan þau voru að koma sér fyrir. Undarlegast var þó að eftir að stríðinu lauk fóru þegnar þess að drepa hvorn annan í stórum stíl. Mynnir á Írland nema íracar eru stórtækari og láta sig engu skipta hvort börn og konur fylgi með í morðunum. Ágætu landar, þar má sjá hvað trú, olía og valdafíkn eru eldfim. Í því samhengi mynni ég á að nú droppar upp fyrrverandi starfsmaðu biskupsstofu og vill sameina alla kristna undir vald páfa. Þetta hlýtur að vera afburða vitur maður eða hugrakkur. Hugsið ykkur valdið sem páfi einn allra hefur. Hann er samkvæmt kristinni miðaldatrú valdhafi Guðs á jörðu og getur gefið prestum sýnum leyfi til að létta syndum af þeim sem skrifta. Engin er undan skilin. Þessi jarðbundna trú gefur hinum verstu skálkum tækifæri á að kaupa sig inn í himnadýrðina. Við slíkar aðstæður gætu morð og meiðingar verið viðskipti. Með takmarkaðri virðingu fyrir þeim trúarbrögðum sem gera upp á milli karls og konu og mismunandi þjóðfélagsstétta, þakka ég fyrir okkar látlausu Lútherstrú sem svo lengi hefur fylgt þjóðinni. Reyndar settu prestar fyrri alda svartan blett á hana og nokkrir í nútímanum ekki trúverðugir. Það þarf að lyfta trúnni á hærra plan og gera hana líflegri og skemtilegri. Til dæmis má  virkja ungt fólk og unglinga, jafnvel börn og bjóða utanaðkomandi kórum og tónlistarfólki að taka þátt í helgihaldi. Drungan burt og fólk hættir að flýja út í óvissuna. Það þarf mikið hugrekki til að kjósa Framsóknarflokkinn, viti fólk á annað borð um verk hans og hugsjónir. Fyrir það fyrsta stefnir hann að því að gera Ísland að mesta vatna-eða fenjasvæði Evrópu og að hvergi í veröldinni verði meirri álframleiðsla og mengun. Hann er með Sjálfstæðisflokknum búinn að koma helstu auðlindum þjóðarinnar í hendur einkaaðila og hefur selt verðmætustu eignir hennar á gjafvirði. Utan Sjálfstæðisflokks, hefur engin verið þeim sem erfiðast eiga jafn fjandsamlegur.Hann þykist vera vinur hinna vinnandi stétta, en er eitt ömurlegasta fyrirbrigði íslenskra stjórnmála og engum trúr. Það er kjarkaður ráðherra sem þorir að segja Björgólfi Thór Björgólfssyni að þjóðin vilji sjálf ráða hvort krónan víkur fyrir hagsmunum hans eða ekki. Hinnvegar er ég óhræddur að segja að mér finnst lítið um manninn og kemur það helst til hve honum virðist mikið meira um sig sjálfan en meðbræður sína. Hann uppskar ríkidæmi sitt í einu fátækasta ríki Evrópu og á sama tíma og milljarðarnir renna eins og á færibandi í hirslur hans, veit ég ekki til að hann láti neitt af hendi rakna til sveltandi barna sem einkenna nú veröldina. Perónulega finnst mér græðgi og sýndarmennska einkenna för ríkustu manna landsins. Pínlegt þegar ráðherra einnrar af (ríkustu) þjóðum heims hreykir sér rétt fyrir kosningar af gjöf til sveltandi barna í Afríku. Þrefallt stærri gjöf væri skammlaus. Allir gróðafíklarnir, líka þeir sem gáfu sjálfum sér einn og hálfan milljarð í bónus á árinu auk þess að hækka laun sín en ekki starfsfólks ættu að skammast sín. Ekki hreykja sér á meðan þeir tíma ekki að hjálpa sveltandi fólki í Afríku og víðar til að hjálpa sér sjálft. Aurasálir eiga sína slæmu daga og eins og verið sé að slíta úr þeim hjartað að láta frá sér peninga. Auðvitað er þeim vorkunn að lifa svo innihaldslausu lífi, en með ódýrri sálfræðihjálp gætu þeir mögulega sætt sig við að kosta borun fyrir vatni á verst settu stöðunum og byggt nokkra skóla. Aðalatriðið er að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Svo er það spurning dagsins. Er græðgin góðseminni yfirsterkari.?       

Albert Jensen trésmíðameistari

Sléttuveg 3     11-3-07

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband